Fara í innihald

Herlög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wojciech Jaruzelski lýsir yfir gildistöku herlaga í sjónvarpi í Póllandi árið 1981.

Herlög eru réttarfar sem komið er á í neyðartilvikum, yfirleitt með því að hátt settur herforingi er skipaður þjóðhöfðingi eða landstjóri og allt dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald er fært til hans. Herlög taka gildi þegar þörf er á tímabundnum aðgerðum til að stjórn ríkis virki með eðlilegum hætti og hægt sé að tryggja öryggi borgaranna, til dæmis í stríði eða við hernám, eins og í Þýskalandi og Japan eftir ósigur þeirra í Síðari heimsstyrjöld. Herlög hafa líka tekið gildi þegar alvarlegar stjórnarkreppur eða óeirðir koma upp, til dæmis í kjölfar valdaráns, eins og í Taílandi 2006 og 2014, eða vegna pólitískra mótmæla, eins og í Póllandi 1981. Í einstaka tilvikum eru herlög sett í kjölfar náttúruhamfara þótt algengara sé að notast við neyðarlög í þeim tilvikum.

Herlög fela yfirleitt í sér afnám borgararéttinda, bann við samkomum og útgöngubann, og beitingu herréttar gagnvart almennum borgurum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.