Opinbera Gmail-forritið færir þér það besta úr Gmail í Android-símann eða -spjaldtölvuna með öflugu öryggi, tilkynningum í rauntíma, stuðningi við marga reikninga og leit sem virkar í öllu pósthólfinu. Gmail er einnig í boði fyrir Wear OS svo þú getur unnið með og stjórnað tölvupósti í úrinu.
Í Gmail-forritinu geturðu:
• Lokað sjálfkrafa á að meira en 99,9% af ruslpósti, vefveiðum, spilliforritum og skaðlegum tenglum lendi nokkurn tíma í pósthólfinu þínu
• Afturkallað sendingar til að forðast vandræðaleg mistök
• Kveikt á Google Chat til að tengjast, skapa og vinna með öðrum
• Komið hópvinnunni á flug í Rýmum – stað sem er sérhannaður til að flokka fólk, umfjöllunarefni og verkefni
• Notið hágæðamyndsímtala í Google Meet
• Svarað tölvupósti í snatri með snjallsvarstillögum
• Skipt á milli margra reikninga
• Hengt skrár við og deilt þeim á einfaldan hátt
• Fengið tilkynningu um nýjan póst með hraði með valkostum á borð við tilkynningamiðstöð, merki og lásskjá
• Verið fljótari að leita í póstinum með skjótum niðurstöðum, flýtiritun og stafsetningartillögum
• Flokkað póstinn með því að merkja, stjörnumerkja, eyða og tilkynna ruslpóst
• Strokið til að setja í geymslu/eyða, til að hreinsa pósthólfið í skyndi
• Lesið póst í samtalsþráðum
• Fyllt sjálfkrafa út nöfn tengiliða þegar þú færir inn úr Google-tengiliðum í símanum þínum
• Svarað boðum í Google-dagatali beint úr forritinu
• Bætt við Gmail-græju og skífu í Wear OS-úrinu til að fá snöggt yfirlit yfir tölvupóst
Gmail er hluti af Google Workspace sem gerir þér og teyminu þínu kleift að tengjast, skapa og vinna saman á einfaldan hátt. Þú getur:
• Tengst samstarfsfólki í gegnum Google Meet eða Google Chat, sent boð í Dagatali, bætt aðgerð við verkefnalistann þinn og meira til án þess að fara út úr Gmail
• Notað aðgerðatillögur á borð við snjallsvar, snjallskrif, málfræðitillögur og hnippingar til að auðvelda þér að vera með allt á hreinu og sinna einföldum verkefnum. Þannig verður þér enn meira úr verki.
• Gætt að öryggi. Vélrænu námslíkönin okkar koma í veg fyrir að 99,9% af ruslpósti, vefveiðum og spilliforritum berist til notenda okkar.
Nánar um Google Workspace: https://workspace.google.com/products/gmail/
Fylgdu okkur til að fá frekari upplýsingar:
Twitter: https://twitter.com/googleworkspace
LinkedIn: https://www.linkedin.com/showcase/googleworkspace
Facebook: https://www.facebook.com/googleworkspace/