Búðu til kynningar og breyttu þeim með öðrum úr Android síma eða spjaldtölvu með forriti Google skyggna. Með Skyggnum geturðu:
- Búið til nýjar kynningar eða breytt skrám sem eru þegar til staðar.
- Deilt kynningum og unnið með öðrum í sömu kynningu, samtímis.
- Unnið hvar og hvenær sem er – meira að segja án nettengingar.
- Bætt við og svarað athugasemdum.
- Bætt við og endurraðað skyggnum, sniðið texta og form og margt fleira.
- Haldið kynningar beint úr fartækinu.
- Hætt að hafa áhyggjur af því að glata vinnu – allt er vistað sjálfkrafa á meðan þú skrifar.
- Búið til fallegar skyggnur, samstundis – með „Kanna“.
- Kynnt með skyggnum í myndsímtali – fundir á dagskrá birtast einnig sjálfkrafa.
- Opnað, breytt og vistað PowerPoint-skjöl.
Tilkynningar um heimildir
Dagatal: Notað til að tengjast myndsímtölum úr fundarboðum í dagatali
Myndavél: Notað fyrir myndavélastillingu í myndsímtölum og til að færa inn myndir teknar með myndavélinni.
Tengiliðir: Notað til að veita tillögur um fólk til að bæta við og deila skrám með.
Hljóðnemi: Notað til að senda hljóð í myndsímtölum.
Geymsla: Notað til að færa inn myndir og opna skrár úr USB- eða SD-geymslu.