Fara í innihald

fruma

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „fruma“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall fruma fruman frumur frumurnar
Þolfall frumu frumuna frumur frumurnar
Þágufall frumu frumunni frumum frumunum
Eignarfall frumu frumunnar frumna frumnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Mynd af innri gerð plöntufrumu, einnig sjást heiti á flestum líffærum frumunar.

Nafnorð

fruma (kvenkyn); veik beyging

[1] Frumur eru smæstu, lifandi byggingareiningar lífvera, þ.e.a.s. allar lífverur eru gerðar úr frumum. Til eru lífverur sem eru einungis ein fruma og nefnast þær einfrumungar en að öðrum kosti fjölfrumungar. Frumum er almennt skipt í dýrafrumur og plöntufrumur. Þær geta verið sérhæfðar, t.d. taugafrumur og veffrumur.
Undirheiti
[1] frumukjarni
Dæmi
[1] Stærsta fruma mannsins er okfruma. Um 70% frumna er vatn. Um 1% eru ólífrænar jónir m.a. kalíum, natríum, magnesíum og kalsíum. Afgangurinn er ýmsar lífrænar sameindir m.a. lípíð, kolvetni, prótín og kjarnsýrur.

Þýðingar

Tilvísun

Fruma er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „fruma