Fara í innihald

auga

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „auga“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall auga augað augu augun
Þolfall auga augað augu augun
Þágufall auga auganu augum augunum
Eignarfall auga augans augna augnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

auga (hvorugkyn); veik beyging

[1] skynfæri
[2] gat (t.d. á nál)
[2a] auga fellibylsins/ stormsins
[3] bletturinn í eggi
[4] punktur á teningi
Framburður
 auga | flytja niður ›››
IPA: [øyːɣa]
Undirheiti
[1] ský í auga
[2] nálarauga
Orðtök, orðasambönd
blæða eitthvað í augum
koma auga á eitthvað
líta einhvern smáum augum
undir fjögur augu
vera með stírur í augunum/ vera með stírurnar í augunum
Afleiddar merkingar
augabragð, augabrún/ augnabrún, augaleið, augastaður, augasteinn, augljós, augnablik, augnagotur, augnahár/ augnhár, augnbotn, augnhlaup, augnalok, augnlæknisfræði, augnaráð/ augnatillit, augnatóft, augnayndi, augnlæknir, augnveiki, augsýn, augsýnilega, augsýnilegur
mannsauga
Sjá einnig, samanber
[1] nef (trýni), eyra
Dæmi
[1] „Æðahimnuæxli er sjaldgæft góðkynja æðaæxli í æðahimnu augans.“ (Læknablaðið.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Læknablaðið.is: Æðahimnuæxli í auga versnar við leysimeðferð á æðaæxli í andlitshúð og batnar við leysi- og lyfjameðferð)
[2a] „Á niðurleiðinni þorna loftið þannig að í auga fellibylsins má oft sjá í heiðan himinn og þar getur líka verið nánast logn.“ (Lifandi vísindiWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Lifandi vísindi: Ofurhugar í auga fellibyls)

Þýðingar

Tilvísun

Auga er grein sem finna má á Wikipediu.
Wikibókargrein: „Augað
Icelandic Online Dictionary and Readings „auga

Galisíska


Galisísk beyging orðsins „auga“
Eintala (singular) Fleirtala (plural)
auga augas

Nafnorð

auga (kvenkyn)

[1] vatn
Framburður
IPA: [ˈawɣa]
Afleiddar merkingar
augacento, augada, augadeira, augaforte, augallada, augamar, augamariña, auganeve
Tilvísun

Auga er grein sem finna má á Wikipediu.
Dicionario da Real Academia Galega „auga
Dicionario de Dicionarios da lingua galega „auga