Fara í innihald

Miðlari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wikipedia-miðlari í Flórída, Bandaríkjunum

Miðlari (líka netþjónn eða þjónn) er samsetning vélbúnaðar og hugbúnaðar sem ætlað er að veita biðlara þjónustu. Þegar hugtakið er notað eitt og sér á það aðallega við um tölvur sem keyrðar eru með miðlarastýrikerfi, en er einnig notað til að vísa í hvaða hugbúnað eða sérnota vélbúnað sem er fær um að veita slíka þjónustu.

Netþjónn er miðlari sem miðlar gögnum á tölvuneti, hvort sem það er lokað innranet eða á Internetinu. Algengasta tegund netþjóna eru vefþjónar og póstþjónar. Netþjónar nota samskiptastaðla til að tengjast og skiptast á gögnum við biðlara. Dæmi um biðlara eru til dæmis heimilistölvur sem eru með vafra og leitarvélar og vefköngulær þeirra. Dæmi um samskiptastaðla eru TCP, IP, UDP, HTTP og SMTP.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.