Fara í innihald

Lígúríuhaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Lígúríuhaf

Lígúríuhaf er hafsvæði í Miðjarðarhafi milli Ítölsku rívíerunnar (Lígúría og Toskana) og Korsíku. Suðaustan við hafið er Tyrrenahaf. Hafið heitir eftir Lígúrum sem bjuggu þar í fornöld. Þrjú lönd eiga strendur að hafinu: Ítalía, Frakkland og Mónakó.


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.